Öræfi og sjálflýsandi svín 21. september 2006 07:30 „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira