Fjórtán ára daglegir neytendur fíkniefna 10. september 2006 05:30 Þórarinn Tyrfingsson. Nauðsynlegt að vinna stöðugt að upprætingu vandans. Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum." Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum."
Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira