Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok 22. ágúst 2006 07:45 Tankar olíufélaganna Rannsókn á samráði olíufélaganna hefur tekið langan tíma enda málið umfangsmikið og flókið. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins vegna málsins er meira en þúsund blaðsíður á lengd. MYND/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar. Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Sjá meira