Baráttujafntefli í Krikanum 11. ágúst 2006 10:00 tryggvi sterkur Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk í gær og lék vel fyrir FH. Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær. Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær.
Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira