Tveir menn slösuðust illa í nautahlaupinu í Pamplona 11. júlí 2006 07:45 Óvæntur snúningur Þessum þátttakanda í nautahlaupinu varð ekki um sel þegar á hólminn var komið og hætti við í miðju kafi í gær, en boli lét ekki segjast og elti hann inn á áhorfendasvæðið á nautaatsvellinum við litla hrifningu áhorfenda. Þrettán manns hafa beðið bana í árlegum nautahlaupum í Pamplona síðan árið 1924, en fjölmargir slasast. MYND/AP Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926. Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Spænskur þátttakandi í árlegu nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona fékk nautshorn í annað lærið í gær og þurfti að gangast undir aðgerð. Annar þátttakandinn, 31 árs Bandaríkjamaður, dvelur enn á gjörgæsludeild í sjúkrahúsi í borginni, lamaður að hluta eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins á föstudag. Fór líðan hans versnandi í gær, að sögn Begona Lopez, talskonu hátíðarinnar. Hlaupin fara þannig fram að hundruð eða þúsundir manna í leit að spennu hlaupa um þröngar götur Pamplona undan nokkrum stórvöxnum og mislyndum nautum sem sleppt er snemma morguns úr stórgriparétt nokkurri í miðborg borgarinnnar. Endar hlaupið svo á nautaatsvelli átta hundruð metrum frá réttinni. Margir þátttakendanna eru íklæddir hvítum og rauðum fötum, en rauði liturinn er almennt talinn æsa nautin, og fylgir mikil drykkja oft níu daga hátíðinni þrátt fyrir hættuna sem fylgir hlaupinu. Þrettán manns hafa beðið bana á San Fermin hátíðinni í Pamplona síðan 1924, síðast árið 1995, og tugir manna hafa slasast, margir alvarlega. Í gær tóku sex vel hyrnd naut þátt í hlaupinu, en það var fjórða hlaupið af átta sem fram fara í ár. Jafnframt tóku meira en fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu, sem lokið var á tveimur mínútum og tveimur sekúndum. Eingöngu einn maður varð fyrir nauti í gær, en auk hans var ungur Madrídarbúi lagður inn á sjúkrahús vegna minniháttar andlitsáverka, að sögn Lopez. Nautin sem notuð voru í gær komu öll frá sama búgarðinum, sem þekktur er fyrir að rækta sérlega hættuleg naut, en á seinustu tuttugu árum hafa naut þaðan stungið 37 manns í nautahlaupunum í Pamplona. Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt hlaupinu harðlega og halda árlega mótmæli í borginni fyrir hátíðina og meðan á henni stendur. Oft eru þeir lítið eða ekki klæddir, til að vekja frekari athygli. Rekja má upptök San Fermin hátíðarinnar, sem haldin er árlega í Pamplona, aftur til 16. aldar, en rætur hennar ná þó enn lengra aftur, eða til þess tíma þegar Spánverjar fyrst tóku kristna trú. Hins vegar náði hátíðin fyrst þeim miklu vinsældum sen hún nýtur nú þegar Ernest Hemingway lýsti henni í skáldsögu sinni "The Sun Also Rises" árið 1926.
Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira