Starfsemi Medcare færð úr landi 26. október 2005 13:00 Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið. Viðskipti Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið.
Viðskipti Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira