Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi 30. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira