Sáu tilræðismann á myndavél 22. ágúst 2005 00:01 Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent