500 milljarða fyrirtækjakaup 12. júlí 2005 00:01 Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira