Undrast sakfellingu án nýrra gagna 31. maí 2005 00:01 Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði