Olíufélögin borga 1,5 milljarða 2. maí 2005 00:01 Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira