40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl 10. apríl 2005 00:01 Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira