Hluthafar njóta ekki hagnaðar 31. mars 2005 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent