Tugir kvartana á viku 31. mars 2005 00:01 Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira