Skuldabréf fyrir 28 milljarða 16. mars 2005 00:01 Alþjóðasvið Landsbankans hefur gengið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 28 milljarðar króna, eða sem jafngildir 350 milljónum evra. Útgáfan skiptist í tvo flokka, 12 milljarðar króna (150 milljónir evra) undir eiginfjárþætti A, og 16 milljarða króna (200 milljónir evra) undir eiginfjárþætti B, og var beint að alþjóðlegum fagfjárfestum. Umsjón með þessari útgáfu höfðu bandaríski bankinn, Banc of America Securities Limited, svissneski fjárfestingarbankinn Credit Suisse First Boston Limited og franski bankinn Société Générale, auk franska bankans Natexis Banques Populaires. Útgáfan er gerð innan EMTN-fjármögnunarramma Landsbankans (Euro Medium Term Notes) og er hún liður í því að fjármagna mikinn vöxt bankans. EMTN fjármögnunarramminn gerir Landsbankanum kleift að gefa út skuldabréf í ýmsum myntum með mismunandi lánstíma með skömmum fyrirvara. Jafnframt styrkir útgáfan eiginfjárhlutfall Landsbankans til muna og er bankinn vel í stakk búinn til frekari vaxtar. Heildareftirspurn eftir víkjandi skuldabréfum Landsbankans nam 63 milljörðum króna, eða ríflega tvöfaldri þeirri upphæð sem tekin var að láni. Þessi mikli áhugi á víkjandi skuldabréfum Landsbankans undirstrikar enn og aftur mikla trú á starfsemi bankans meðal erlendra fjárfesta og eru lánskjör bankanum hagstæð. Alls tóku yfir 60 fagfjárfestar þátt í útgáfunni, einkum sjóðir eignarstýringarfyrirtækja, auk banka og fjöldi annarra fjárfesta. Fjárfestarnir komu frá Frakklandi, Spáni, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Alþjóðasvið Landsbankans hefur gengið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 28 milljarðar króna, eða sem jafngildir 350 milljónum evra. Útgáfan skiptist í tvo flokka, 12 milljarðar króna (150 milljónir evra) undir eiginfjárþætti A, og 16 milljarða króna (200 milljónir evra) undir eiginfjárþætti B, og var beint að alþjóðlegum fagfjárfestum. Umsjón með þessari útgáfu höfðu bandaríski bankinn, Banc of America Securities Limited, svissneski fjárfestingarbankinn Credit Suisse First Boston Limited og franski bankinn Société Générale, auk franska bankans Natexis Banques Populaires. Útgáfan er gerð innan EMTN-fjármögnunarramma Landsbankans (Euro Medium Term Notes) og er hún liður í því að fjármagna mikinn vöxt bankans. EMTN fjármögnunarramminn gerir Landsbankanum kleift að gefa út skuldabréf í ýmsum myntum með mismunandi lánstíma með skömmum fyrirvara. Jafnframt styrkir útgáfan eiginfjárhlutfall Landsbankans til muna og er bankinn vel í stakk búinn til frekari vaxtar. Heildareftirspurn eftir víkjandi skuldabréfum Landsbankans nam 63 milljörðum króna, eða ríflega tvöfaldri þeirri upphæð sem tekin var að láni. Þessi mikli áhugi á víkjandi skuldabréfum Landsbankans undirstrikar enn og aftur mikla trú á starfsemi bankans meðal erlendra fjárfesta og eru lánskjör bankanum hagstæð. Alls tóku yfir 60 fagfjárfestar þátt í útgáfunni, einkum sjóðir eignarstýringarfyrirtækja, auk banka og fjöldi annarra fjárfesta. Fjárfestarnir komu frá Frakklandi, Spáni, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira