Segir Sri hafa hótað sér 4. mars 2005 00:01 Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði