Samskip í hóp hinna stærstu 3. mars 2005 00:01 "Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira