Allt brann sem brunnið gat 27. febrúar 2005 00:01 Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði