Litli hluthafinn í aðalhlutverki 23. febrúar 2005 00:01 Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins. Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira