Stofna líftæknifyrirtæki á Íslandi 14. febrúar 2005 00:01 Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli. Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli.
Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent