Fleira í boði en Hvannadalshnúkur 19. janúar 2005 00:01 "Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira