Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum 10. janúar 2005 00:01 "Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
"Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira