Tímaritaútgáfa Fróða gjaldþrota 6. janúar 2005 00:01 Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira
Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Sjá meira