Enn hættuástand í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira