Átta hús skemmd eftir snjóflóð 4. janúar 2005 00:01 Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira