Ákærunni haldið til streitu? 18. desember 2004 00:01 Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira