Mývatnssveitin falleg í frosti 21. nóvember 2004 00:01 Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira