Félögin bera siðferðislega ábyrgð 11. nóvember 2004 00:01 Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira