Þúsundir sjálfboðaliða við smölun 1. nóvember 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira