Prestar spurðir um kosningar 30. október 2004 00:01 "Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
"Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira