Enn eitt klúðrið skekur Flórída 28. október 2004 00:01 Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira