Kerry stendur betur í lykilríkjum 28. október 2004 00:01 John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira