Betra ef Bush ynni 27. október 2004 00:01 Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira