Heima er best 27. október 2004 00:01 "Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
"Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira