Ofbeldi handrukkara orðum aukið 22. október 2004 00:01 "Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
"Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent