Kristinn er okkar þingmaður 21. október 2004 00:01 Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira