Með blómabúð í rekstri 19. október 2004 00:01 Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram." Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram."
Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“