Fylgið nákvæmlega jafnmikið 13. október 2004 00:01 Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. Það er ekki nema rétt um hálfur mánuður frá því að úrslit kosninganna virtust ráðin. En hálfur mánuður er langur tími í pólitík, og enn eru þrjár vikur til kosninga, og því ljóst að ýmislegt getur gerst. Í dag er staðan sú að bæði Bush og Kerry njóta stuðnings fjörutíu og fimm prósenta þeirra kjósenda sem líklegir eru taldir til að greiða atkvæði í næstu kosningum. Bush er reyndar með töluvert forskot samkvæmt spám um skiptingu kjörmanna, 301 kjörmann á móti 237 hjá Kerry samkvæmt spá CNN. Þess ber þó að geta að í sumum mikilvægum ríkjum, sem hafa fjölda kjörmanna í boði, er munurinn á frambjóðendunum mjög lítill og því þarf ekki mikið til þess að breyting verði á kjörmannaskipaninni. New York Times telur þau ríki sem eru eindregið hlynnt öðrum frambjóðandanum og þar er munurinn minni: 231 fyrir Bush á móti 221 fyrir Kerry. Áttatíu og fimm eru í ríkjum þar sem ómögulegt er að greina á milli hvor nýtur meira fylgis. Sjö prósent kjósenda eru enn óákveðin, samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogbi, og segir John Zogbi, yfirmaður könnunarfyrirtækisins, að það sé lykilatriði fyrir bæði Bush og Kerry að sannfæra þá kjósendur um að mæta á kjörstað og kjósa sig. Sé litið á þessi sjö prósent og þau könnuð ofan í kjölin kemur í ljós að aðeins ellefu prósent óákveðinna telja að Bush eigi skilið annað kjörtímabil í Hvíta húsinu, og fjörutíu prósent óákveðinna eru á því að best væri að skipta um karlinn í brúnni. Alls var um helmingur óviss um hvort að rétt væri að gefa Bush annað tækifæri. Þar með er ekki sagt að þetta fólk kjósi Kerry, heldur á hann betri möguleika á að vinna það á sitt band. Kappræðurnar í kvöld skipta þar miklu en þar á að ræða um innanríkismál: heilbrigðismál, skatta og atvinnumál. Þetta eru málaflokkar þar sem demókratar hafa að jafnaði forskot sé litið til sögunnar. Bush forseti er þó óspar á gagnrýni á Kerry í þessum efnum; segir hann frjálslyndan, sem er eitur í beinum flestra Bandaríkjamanna, og að hann muni auka skattbyrði og flækja heilbrigðisþjónustu með endalausu skrifræði. Kannanir sýna að almenningur óttast hærri skatta verði Kerry kjörinn. Kerry svarar í sama tón og gagnrýnir frammistöðu Bush undanfarin fjögur ár. Hann segir að á vakt Bush hafi störfum fækkað, bensínverð hækkað, skuldir ríkisins margfaldast og óöryggi almennings aukist. Kappræðurnar fara fram í Tempe í Arizona í kvöld og verða sýndar beint á CNN á fjölvarpinu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. Það er ekki nema rétt um hálfur mánuður frá því að úrslit kosninganna virtust ráðin. En hálfur mánuður er langur tími í pólitík, og enn eru þrjár vikur til kosninga, og því ljóst að ýmislegt getur gerst. Í dag er staðan sú að bæði Bush og Kerry njóta stuðnings fjörutíu og fimm prósenta þeirra kjósenda sem líklegir eru taldir til að greiða atkvæði í næstu kosningum. Bush er reyndar með töluvert forskot samkvæmt spám um skiptingu kjörmanna, 301 kjörmann á móti 237 hjá Kerry samkvæmt spá CNN. Þess ber þó að geta að í sumum mikilvægum ríkjum, sem hafa fjölda kjörmanna í boði, er munurinn á frambjóðendunum mjög lítill og því þarf ekki mikið til þess að breyting verði á kjörmannaskipaninni. New York Times telur þau ríki sem eru eindregið hlynnt öðrum frambjóðandanum og þar er munurinn minni: 231 fyrir Bush á móti 221 fyrir Kerry. Áttatíu og fimm eru í ríkjum þar sem ómögulegt er að greina á milli hvor nýtur meira fylgis. Sjö prósent kjósenda eru enn óákveðin, samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogbi, og segir John Zogbi, yfirmaður könnunarfyrirtækisins, að það sé lykilatriði fyrir bæði Bush og Kerry að sannfæra þá kjósendur um að mæta á kjörstað og kjósa sig. Sé litið á þessi sjö prósent og þau könnuð ofan í kjölin kemur í ljós að aðeins ellefu prósent óákveðinna telja að Bush eigi skilið annað kjörtímabil í Hvíta húsinu, og fjörutíu prósent óákveðinna eru á því að best væri að skipta um karlinn í brúnni. Alls var um helmingur óviss um hvort að rétt væri að gefa Bush annað tækifæri. Þar með er ekki sagt að þetta fólk kjósi Kerry, heldur á hann betri möguleika á að vinna það á sitt band. Kappræðurnar í kvöld skipta þar miklu en þar á að ræða um innanríkismál: heilbrigðismál, skatta og atvinnumál. Þetta eru málaflokkar þar sem demókratar hafa að jafnaði forskot sé litið til sögunnar. Bush forseti er þó óspar á gagnrýni á Kerry í þessum efnum; segir hann frjálslyndan, sem er eitur í beinum flestra Bandaríkjamanna, og að hann muni auka skattbyrði og flækja heilbrigðisþjónustu með endalausu skrifræði. Kannanir sýna að almenningur óttast hærri skatta verði Kerry kjörinn. Kerry svarar í sama tón og gagnrýnir frammistöðu Bush undanfarin fjögur ár. Hann segir að á vakt Bush hafi störfum fækkað, bensínverð hækkað, skuldir ríkisins margfaldast og óöryggi almennings aukist. Kappræðurnar fara fram í Tempe í Arizona í kvöld og verða sýndar beint á CNN á fjölvarpinu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira