Stólaskipti á ríkisráðsfundi 14. september 2004 00:01 Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira