Engar kvaðir vegna dreifikerfisins 12. september 2004 00:01 Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun