Viðskiptin í samráði við Kauphöll 2. september 2004 00:01 Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun