Bitnar á neytendum 13. ágúst 2004 00:01 Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun