Að soðna í eigin svita 13. ágúst 2004 00:01 Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún. Bílar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún.
Bílar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira