Í 14. sæti yfir efnahagsfrjálsræði 15. júlí 2004 00:01 Ísland er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Sætinu deilum við með Dönum. Ísland fær einkunnina 7,6 í nýrri skýrslu kanadísku stofnunarinnar Frazer sem birtir árlega skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum. Íslenski hluti skýrslunnar er unninn í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ísland fellur um sæti og lækkar í einkunn frá árinu 2001. Breytingin er óveruleg. Tryggvi Þór Herbertsson segir hana skýrast af breytingu á gengi dollars og tæknilegra breytinga á útreikningi auk hækkunar ríkisútgjalda. Einkavæðing viðskiptabankanna er meðal þess sem kemur í veg fyrir frekari lækkun Íslands á listanum. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti frá 1995 og segir Tryggvi þá breytingu marktæka. Hong Kong trónir á toppi listans með 8,7 í einkunn. Af Norðurlöndunum eru Norðmenn neðstir eða í 36. sæti en Svíar eru í 22. sæti. Af Norðurlöndunum er mest frjálsræði í efnahagsmálum í Finnlandi sem er í 11. sæti með einkunnina 7,7. Tryggvi Þór segir töluverða reynslu komna á þessar rannsóknir. Sterk fylgni sé milli stöðunnar á þessum lista og hagsældar í viðkomandi löndum. "Aukið atvinnufrelsi leiðir af sér aukna fjárfestingu, aukinn hagvöxt og í framhaldi af því bætt lífskjör," segir Tryggvi. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að frjálsræði í efnahagsmálum auki velmegun á tvo vegu. Annars vegar með því að leysa úr læðingi kraft og hugvit einstaklinga. Hins vegar með því að auka fjárfestingu. Skýrslan sýnir að í þeim löndum sem búa við mest frjálsræði var hagvöxtur 3,4 prósent að meðaltali árin 1980 til 2000 samanborið við 1,7 prósent hjá löndum fyrir miðju listans og 0,4 prósent hjá þeim neðstu. Erlend fjárfesting er mun meiri hjá löndum sem búa við frjálsræði og landsframleiðsla á mann mun hærri. Meðallandsframleiðsla á mann í efstu ríkjunum var 26.100 dollara eða rúmar 1,8 milljónir króna meðan landsframleiðsla á mann í þeim fátækustu var um 200 þúsund krónur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frjálsræði í efnahagsmálum er mest. Sætinu deilum við með Dönum. Ísland fær einkunnina 7,6 í nýrri skýrslu kanadísku stofnunarinnar Frazer sem birtir árlega skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum. Íslenski hluti skýrslunnar er unninn í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ísland fellur um sæti og lækkar í einkunn frá árinu 2001. Breytingin er óveruleg. Tryggvi Þór Herbertsson segir hana skýrast af breytingu á gengi dollars og tæknilegra breytinga á útreikningi auk hækkunar ríkisútgjalda. Einkavæðing viðskiptabankanna er meðal þess sem kemur í veg fyrir frekari lækkun Íslands á listanum. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti frá 1995 og segir Tryggvi þá breytingu marktæka. Hong Kong trónir á toppi listans með 8,7 í einkunn. Af Norðurlöndunum eru Norðmenn neðstir eða í 36. sæti en Svíar eru í 22. sæti. Af Norðurlöndunum er mest frjálsræði í efnahagsmálum í Finnlandi sem er í 11. sæti með einkunnina 7,7. Tryggvi Þór segir töluverða reynslu komna á þessar rannsóknir. Sterk fylgni sé milli stöðunnar á þessum lista og hagsældar í viðkomandi löndum. "Aukið atvinnufrelsi leiðir af sér aukna fjárfestingu, aukinn hagvöxt og í framhaldi af því bætt lífskjör," segir Tryggvi. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að frjálsræði í efnahagsmálum auki velmegun á tvo vegu. Annars vegar með því að leysa úr læðingi kraft og hugvit einstaklinga. Hins vegar með því að auka fjárfestingu. Skýrslan sýnir að í þeim löndum sem búa við mest frjálsræði var hagvöxtur 3,4 prósent að meðaltali árin 1980 til 2000 samanborið við 1,7 prósent hjá löndum fyrir miðju listans og 0,4 prósent hjá þeim neðstu. Erlend fjárfesting er mun meiri hjá löndum sem búa við frjálsræði og landsframleiðsla á mann mun hærri. Meðallandsframleiðsla á mann í efstu ríkjunum var 26.100 dollara eða rúmar 1,8 milljónir króna meðan landsframleiðsla á mann í þeim fátækustu var um 200 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun