Breyting húsbréfa skattskyld 14. júlí 2004 00:01 Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Skuldabréfaskipti milli gamla húsbréfakerfisins og þess nýja eru túlkuð sem sala og kaup, en ekki sem formbreyting. Niðurstaða ríkisskattstjóra er sú að fjármagnstekjustofn myndist af hagnaði innleystra húsbréfa við skiptin. Ríkið fær því talsvert í sinn hlut í formi fjármagnstekjuskatts við kerfisbreytinguna. Erindi um skattalega meðferð skuldabréfaskiptanna var sent ríkisskattstjóra 22. júní, rúmri viku áður en kerfisbreytingin tók gildi og svar barst þremur dögum síðar. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þjónustu og almannatengsla, segir túlkun skattstjóra hafa komið í bakið á mönnum. "Þessi túlkun bitnar á þeim sem síst skyldi," segir Hallur. Sá hópur sem harðast gæti orðið úti eru eigendur húsbréfa sem hafa tekjutengdar bætur. Fjármagnstekjur af bréfunum koma, miðað við túlkunina, í einu lagi á þetta skattaár. Hallur segir að túlkun sjóðsins hafi verið þá að ekki væri um innlausn að ræða heldur skipti á bréfum og þar með ætti ekki að greiða skatt fyrr en við innlausn þeirra bréfa. Við kerfisbreytinguna stóð ekki öllum eigendum húsbréfa til boða að skipta bréfum. Sigurður Geirsson, sviðsstjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn hafa gengið eins langt í skiptunum og hægt hafi verið. "Við gengum eins langt og við töldum stætt á að gera án þess að stofna sjóðnum í hættu." Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að draga út húsbréf og innleysa þau. Við kerfisbreytinguna aukast líkur á því að bréf þeirra sem eftir eru verði dregin út. Þar með breytast áhættuforsendur eigenda bréfanna. Efasemdir eru um réttmæti þess að breyta áhættuforsendum við útdrátt. Sigurður segir ótvírætt að mati sjóðsins að heimildin sé fyrir hendi. Líkur á útdrætti í gamla kerfinu hafi ekki verið fasti og sjóðurinn hafi þessar heimildir. Sigurður segir að gagnrýnisverð atriði á kerfisbreytinguna séu minniháttar miðað við umfang hennar. Stuttur tími hafi verið fyrir kerfisbreytinguna. Lengri tími hefði aukið á óvissu á markaði. Hann segir að þegar breytingin sé skoðuð í heild hafi tekist vel til. "Þessi breyting er íbúðakaupendum framtíðarinnar til mikilla hagsbóta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun