Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum 23. júní 2004 00:01 Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3.000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningadeilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svigrúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. "Við teljum að markaðurinn sé yfirverðlagsður," segir Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á markaði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í viðskiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrirtækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðnum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. "Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga." Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaupin í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kennitölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðnum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH hlutfall sem er hlutfallið milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlutfallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengishagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingarfélaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyrirtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun