Lífið

Tíramísú sem morgun­matur fyrir alla fjöl­skylduna

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning.

Lífið

„Yngsti „self made“ milljóna­mæringur undir þrí­tugu“

Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum.

Lífið

Heillandi arki­tektúr í Garða­bæ

Við Hofslund í Garðabæ stendur fallegt 280 fermetra einbýlishús frá árinu 1975, teiknað af Hilmari Ólafssyni, arkitekt. Útveggir hússins eru úr sjónsteypu sem setja afar heillandi svip á eignina. Ásett verð er 239 milljónir.

Lífið

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið

Hall og Oates ná sáttum

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Lífið

Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar

Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur.

Lífið

Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endur­komu

Johnny Depp íhugar nú að setja aftur á sig sjóræningjahattinn til að leika Jack Sparrow í sjöttu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Áður hafði Depp sagt að 300 milljónir dala myndu ekki nægja til að fá hann aftur í hlutverkið.

Lífið

Ragn­heiður og Bene­dikt eiga von á jóladreng

Rithöfundurinn Ragnheiður Jónsdóttir og Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf, eiga von á dreng þann 24. desember næstkomandi. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman en þau eiga fyrir eina dóttur og einn son.

Lífið

Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í sam­böndum

„Oft sjáum við pósta um rauð flögg í samböndum sem vekja okkur til meðvitundar um hvernig fólk við ættum að forðast,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, í nýlegum pistli á Facebook-síðu sinni.

Lífið

50+: Hræðslan við að eldast út­lits­lega og góð ráð

Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst.

Áskorun

Sögu­leg sátt milli há- og lágmenningar á Klappar­stíg

Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár.

Lífið

Anton Corbijn heiðurs­gestur RIFF

Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni.

Lífið

Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum

Áhugi á ræktun rósa er alltaf að aukast í görðum landsmanna og eru garðeigendur oft að ná ótrúlega góðum árangri með ræktunina. Gott dæmi um það er garður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem eru um þrjú hundruð mismunandi tegundir af rósum ræktaðar.

Lífið

Kol­finna leik­stýrir kærastanum í annað sinn

Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. 

Menning

Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn

KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið.

Lífið

Suð­rænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift að fagurgrænum og ferskum þeytingi með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er stútfullur af hollustu og ætti að gefa góða orku inn í daginn.

Lífið

Eva Lauf­ey og Haraldur stækka við sig á Skaganum

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa fest kaup á 230 fermetra einbýlishúsi við Birkiskóga á Akranesi. Kaupverðið nam 145 milljónum króna.

Lífið