Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Það er mikið líf og fjöri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld en þar fer nú fram setning fjögurra daga Njáluhátíðar í Rangárþingi með skemmti-, lista og fræðikvöldi. Sérsaminn leikþáttur verður meðal annars sýndur og Hundur í óskilum ætlar að taka nokkur Njálulög svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli í fréttatíma Sýnar. Lífið 21.8.2025 21:04
Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eignuðust stúlku þann 13. ágúst síðastliðinn. Parið deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni. Lífið 21.8.2025 12:28
Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Árni Árnason, mannauðsstjóri Elju, hefur slegið í gegn með ádeilusketsum sínum sem fjalla um Uglu Tré, sem vinnur í íslenska kerfinu. Nú er Ugla farin að vinna við að hreinsa upp árnar af eldislaxi fyrir breska auðkýfinga því norsku kafararnir eru svo dýrir. Lífið 21.8.2025 11:53
Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Bíó og sjónvarp 21.8.2025 08:42
„Indælasti dómari í heimi“ er látinn Bandaríski dómarinn og samfélagsmiðastjarnan Frank Caprio er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 21.8.2025 07:23
Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni. Lífið 20.8.2025 21:02
Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur „Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn. Tíska og hönnun 20.8.2025 20:01
Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Myndefni eftir Vigfús Sigurgeirsson sem sýnir meðal annars frá útför Jónasar Hallgrímssonar hefur verið birt á vef Kvikmyndasafnsins. Lífið 20.8.2025 20:01
Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Söngkonan Erna Þórarinsdóttir og arkitektinn Þorsteinn Geirharðsson gengu í hjónaband 16. ágúst síðastliðinn. Brúðkaupsveislan var lífleg og gleðileg þar fallegar ræður og tónlistaratriði settu skemmtilegan svip á kvöldið. Lífið 20.8.2025 18:00
Sannfærði Balta um að snúa aftur Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Bíó og sjónvarp 20.8.2025 15:32
„Pylsa“ sækir í sig veðrið Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Lífið 20.8.2025 14:54
Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Þó svo að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri og því kjörið að kveikja á grillinu og bjóða góðum gestum í mat. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deildi uppskrift að ljúffengum ítalskum steikarsamlokum sem gætu auðveldlega ratað á matseðil ítalsks veitingahúss. Lífið 20.8.2025 14:01
Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum. Lífið 20.8.2025 13:49
„Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sigríður Lund Hermannsdóttir, betur þekkt sem Sigga Lund, er að verða amma. Elí Þór Gunnarsson, sonur Siggu, á von á barni með eiginkonu sinni, Lilju Vöku Björnsdóttur. Lífið 20.8.2025 11:48
Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Þjálfarinn og fyrrum knattspyrnukappinn Helgi Sigurðsson og eiginkona hans María Valdimarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Gulaþing 1 í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 315 milljónir. Lífið 20.8.2025 11:41
Langömmulán hjá Eddu Björgvins Leikkonan ástsæla, Edda Björgvinsdóttir, eignaðist langömmubarn fyrr í sumar. Dótturdóttir hennar, Sara Ísabella Guðmundsdóttir, eignaðist stúlku 24. júní ásamt kærasta sínum, Aðalsteini Leifi Maríusyni. Edda segir Gísla Rúnar vaka yfir englinum nýja. Lífið 20.8.2025 09:55
Kemur út sem pankynhneigð Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar. Lífið 20.8.2025 09:46
Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fara fram í Hljómskálagarðinum á laugardagskvöldið. Dagskráin er skipuð glæsilegu tónlistarfólki. Lífið samstarf 20.8.2025 09:21
Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í austurrísku höfuðborginni Vín í maí á næsta ári. Lífið 20.8.2025 07:17
50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. Áskorun 20.8.2025 07:02
„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti. Lífið 20.8.2025 07:02
Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Streita er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og getur haft áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu okkar. Með nokkrum einföldum ráðum er hægt að róa taugakerfið og koma í veg fyrir að streitan hafi of mikil áhrif á okkar daglega líf. Lífið 19.8.2025 20:15
Nýju fötin forsetans Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu. Lífið 19.8.2025 20:15
Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. Menning 19.8.2025 17:02
Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Hjónin Ólafur Freyr Frímannsson og Erla Gísladóttir hafa sett fallegt einbýlishús á þremur hæðum við Lynghaga í Vestubæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða 295 fermetrar að stærð og byggt árið 1957. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 19.8.2025 15:33