Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einar Bárðar­son tekur við um­deildu fé­lagi

Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af og frá að slakað sé á að­haldi

Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birta nýja á­kvörðun um stýrivexti í dag

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendir í dag frá sér sína reglulegu yfirlýsingu, meðal annars um hvernig vextir verði hér á landi á næstunni. Yfirlýsingin verður send út klukkan hálfníu og í framhaldinu fer fram kynning á stöðu mála í seðlabankanum auk þess sem ritið Peningamál kemur út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ó­gilti lóða­út­hlutun fyrir milljarða

Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rapyd sé ís­lenskt fyrir­tæki með kenni­tölu frá 1983

Forsvarsmenn Rapyd á Íslandi segja fyrirtækið íslenskt og að starfsemi þess byggi á áratugalangri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Þeir sýni því skilning að fólk hafi skoðun á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs en umfjöllun þurfi að byggja á staðreyndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjara­samningum

Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráku fram­kvæmda­stjórann og komust svo að raf­mynta­greftrinum

Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fyrirtæki hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafði farið fram á að fyrirtækið myndi greiða honum þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem samsvaraði 3,5 milljónum króna auk vaxta. Landsréttur féllst ekki á það.

Viðskipti innlent