Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2019 22:13 „Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Ég er niðurbrotinn. Ég verð að játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir eins marks tap Íslands fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í Laugardalshöll í kvöld. Tapið var eins svekkjandi og það verður. Ísland var með boltann þegar ellefu sekúndur voru eftir en tapaði honum þegar Ómar Ingi Magnússon fékk dæmt á sig skref. Til að bæta gráu á svart kastaði hann boltanum út af vellinum og fékk fyrir það rautt spjald auk þess sem Makedónía fékk vítakast. „Það var ömurlegt að upplifa þetta. Þetta var svo mikill óþarfi en réttur dómur miðað við reglurnar. Við þurfum heldur betur að læra af þessu, það er dýrt að kasta þessu frá sér.“ Guðmundur sagði að það hefði ekki verið hægt að kvarta yfir sóknarleik Íslands, enda skorað í nánast hverri sókn. Gallinn var hins vegar sá að Norður-Makedóníumenn gerðu það líka. „Við náðum aldrei að losa þá frá okkur. Við fengum til dæmis sárafá hraðaupphlaupsmörk. Þetta var erfiður leikur.“ Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson fundu sig ekki í íslenska markinu í dag. „Sem dæmi skorar hægri hornamaðurinn þeirra átta mörk, allt í hornið nær. Maður spyr sig hvernig það getur gerst. Svo byrja þeir að taka skot alls staðar og hvergi, oft langt að utan. Þetta fór því miður allt inn og ansi mikið ólán yfir því.“ En hefur Guðmundur áhyggjur af stöðu markvörslunnar í landsliðinu? „Ég skal bara játa það að ég hef áhyggjur af stöðu markvörslunnar. Ég verð að segja það. Alveg eins og við gagnrýnum allt í liðinu. Já, ég hef það.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00